Fyrsta skóflustunga að fimleikahúsi

Fyrsta skóflustungan að nýju fimleikahúsi við ytri enda íþróttamiðstöðvarinnar verður tekin föstudaginn 16. nóvember. Íþróttafélagið Höttur stendur að baki byggingunni.

Um þó nokkurn tíma hefur verið þrýst á bætta fimleikaaðstöðu á Egilsstöðum þar sem er stærsta fimleikadeild á sambandssvæði UÍA.

Til að ýta byggingunni áfram hefur íþróttafélagið tekið að sér að halda utan um verkið og stofnað um það sérstakt byggingafélag.

Nú er komið að þeim áfanga að fyrsta skóflustungan verður tekin. Það verður klukkan 15:00 föstudaginn 16. nóvember og býður Hattarfólk öllum sem vilja að koma og samfagna þeim.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ