Skráning í Bólholtsbikarinn 2018-19

Opnað hefur verið fyrir skráningu í bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik. Keppnin er nú haldin í áttunda sinn.


Skráningarfrestur er til 23. október og skráningargjald 25.000 krónur á lið.

Tekið er á móti skráningarblöðum sem fást hjá skrifstofu UÍA í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.

Keppnin er ætluð hópum á starfssvæði UÍA og er hugsuð fyrir leikmenn sem ekki spila körfubolta að staðaldri með meistaraflokki á Íslandsmótum. Leikið verður í umferðum og munu keppnislið spila bæði heima og heiman. Leiktími er 4x10 mínútur. Sigursælasta liðið í lok keppni hlýtur Bólholtsbikarinn en einnig verða veitt verðlaun fyrir stigakóng keppninnar.

Eins og sjá má á skráningarblöðum eru liðin beðin að tilgreina heimavöll. Gerðar verða ákveðnar tilslakanir á stærðum keppnisvalla og kröfum um útbúnað (s.s. skotklukkur) en UÍA áskilur sér rétt til að hafna keppnisvöllum, þykir þeir óhentugir.

Liðin eru beðin að tilgreina tvo dómara sem tiltækir geta verið í dómgæslu á heimaleikjum liðsins. Æskilegt er að dómari hafi dómararéttindi en að öðrum kosti sé nýttur traustur einstaklingur sem hefur góða þekkingu á íþróttinni. UÍA greiðir þóknun fyrir dómgæslu. Heimalið hverju sinni þarf einnig að útvega stigavörð og ritara.

Liðum ber að leika í samlitum búningum með númeri en hvorki gerð krafa um að þeir séu dýrir né glæsilegir.

Fulltrúar liðanna mega eiga von á að vera boðaðir á fund skömmu eftir að skráningarfrestur rennur út þar sem reglur keppninnar verða ræddar og fyrirkomulag útfært nánar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ