Keppnisgreinar í frjálsíþróttum á Sumarhátíð 2018

Á sunnudag fer fram keppni í frjálsíþróttum á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar. Fyrir hádegi verður keppni 10 ára og yngri en 11 ára og eldri keppa eftir hádegi.

Í keppni 10 ára og yngri verður keppt í þremur aldursflokkum: 5 ára og yngri, 6-8 ára og 9-10 ára. Í öllum flokkunum verður keppt í langstökki, boltakasti og spretthlaupi en sex ára og eldri geta einnig keppt í hringhlaupi.

Í keppni 11 ára og eldri verður keppt í fimm aldursflokkum: 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára, 16-17 ára og 18 ára og elri.

Keppt verður í langstökku, kúluvarpi, spjótkasti, spretthlaupi og boðhlaupi.

Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til 5. júlí.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ