Perlað fyrir Kraft

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, UÍA og Huginn Seyðisfirði standa fyrir perluviðburði í Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar/Ferjuhúsinu laugardaginn 9.júní frá kl. 13-17.


Með því að taka þátt í viðburðinum geta Austfirðingar átt möguleika á að hreppa perlubikarinn en til þess þarf að perla meira en 2302 armbönd á fjórum tímum en það met settu Akureyringar og íþróttafélögin þar í byrjun maí.

Akureyringar náðu þá bikarnum af Eyjamönnum en skoruðu svo á UÍA og íþróttafélögin þar að reyna betur og ná af þeim metinu. Perlubikarinn hljóta þeir viðburðarhaldarar sem að ná að perla sem flest armbönd.

Armböndin sem um ræðir eru í fánalitunum þau eru seld til stuðnings Krafti og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.

Við hvetjum Austfirðinga til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er hægt að kaupa armböndin líka strax á staðnum.

Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni!

KOMIÐ OG PERLIÐ AF KRAFTI ♥

Sjá á Facebook


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok