Nú er hægt að sækja um styrki vegna náms í dönskum lýðháskólum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) vegna náms í lýðháskóla í Danmörku á vorönn 2018. Opið er fyrir umsóknir til 10. janúar næstkomandi.

UMFÍ veitir áhugasömum tvenns konar styrki vegna dvalar í lýðháskóla, annars vegar ferðastyrk og hins vegar dvalarstyrk.

Heildarupphæð ferðastyrks fer eftir fjölda umsókna. Dvalarstyrkur fer jafnframt eftir fjölda umsókna og dvalartíma hvers og eins, þ.e. styrkt er um ákveðna upphæð fyrir hverja viku.

Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila tveimur verkefnum.

Af hverju lýðháskóli?
UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn gerðu með sér samstarfssamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Danmörku og því er námsframboðið fjölbreytt.

Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

Ítarlegri upplýsingar um styrki UMFÍ í lýðháskóla

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok