Bikarmót UÍA

Austri sigraði á Bikarmóti UÍA í sundi sem haldið var á Djúpavogi 26. nóvember. En mótið er stigamót þar sem stigahæsta liðið hlýtur titilinn Bikarmeistari Austurlands.
Þar átti kappi sundfólk frá Neista, Austra, Sindra og Þrótti. Mikil stemming myndaðist á bakkanum þegar úrslit voru kynnt.
Við óskum Austra til hamingju með árangurinn og þökkum öllum keppendum og starfsfólki fyrir skemmtilegt mót.
Myndir og úrslit af mótinu verða fljótlega settar inn á vefinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ