Sjóðir sem opnir eru til umsóknar þessa dagana.

Hér kemur ofurlítill listi, ekki tæmandi þó, um sjóði sem opnir eru til umsóknar þessa dagana.

Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa. Hægt að sækja um ferns konar styrk; Afreksstyrki (fyrir 18 ára og yngri), iðkendastyrki (fyrir 18 ára og yngri), þjáflarstyrki og félagastyrki. Opið fyrir umsóknir til 15. október og allar nánari upplýsingar hér http://www.uia.is/verkefnin/sprettur.

Afreks- og fræðslusjóður UÍA. Þrenns konar styrkir eru veittir úr sjóðunum; styrkir fyrir afreksfólk sem skarar framúr í sinni íþróttagrein, styrkir til æfinga- og keppnisferða fyrir iðkendur sem sýna stórstígar framfarir og þjálfunar- og fræðslustyrkir til félaga eða sérgreinaráða UÍA. Ólíkt Spretti er Afreks- og fræðslusjóður opinn allt árið um kring og er sjóðurinn ekki hvað síst ætlaður þeim íþrótta- og afreksmönnum sem komnir eru yfir 18 ára og því ekki gjaldgengir í Sprett. Nánari upplýsingar http://www.uia.is/um-uia/reglugerd-um-afreks-og-fraedslusjod

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Opið fyrir umsóknir til 1. október, og umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má sjá http://www.umfi.is/sjodir

Íþróttasjóður, við styrkveitingar er einkum horft til verkefna sem miða að því að bæta aðstöðu ti íþróttaiðkunnar, útbreiðslu- og fræðsluverkefna og íþróttarannsókna. Opið fyrir umsóknir til 2. október og allar nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/

Æskulýðssjóður, sjóðurinn tekur til verkefna sem eru fyrir börn og ungmenni 6-25 ára og eru til þess fallin að auka möguleika æskulýðsfélaga (þ.m.t. ungmenna- og íþróttafélög) til að bjóða uppá fjölbreyttari starfsemi. Opið fyrir umsóknir til 16. október og allar nánari upplýsingar má sjá: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/

Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki
Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í haustúthlutun rennur út þann 1. október nk.
Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að framgangi góðra mála á Austurlandi í eftirfarandi flokkum:
Umhverfi og náttúruvernd
Öryggi og heilsa
Menntun og þjálfun
Menning, tómstundir og félagsstörf
Vinsamlegast skoðið síðuhttp://www.alcoa.com/iceland/ic/community/default.asp um samfélagsstyrki til þess að hlaða niður umsóknareyðublaði. Athugið að af sérstökum ástæðum hefur umsóknarfrestur nú verið framlengdur til 1. október, þótt annar skiladagur sé tilgreindur á síðunni.

Að auki er rétt að benda á að í gegnum skrifstofu Evrópu unga fólksins má sækja um ýmsiskonar Erasmus + styrki til ungmennaskiptaverkefna, EVS sjálfboðaliðaverkefna, þjálfunar aðila í æskulýðsstarfi, stefnumiðaðra samstarfsverkefna, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Þar má einnig finna ýmis konar námskeið, sem haldin eru víðsvegar um Evrópu og taka á hinum ýmsu þáttum sem nýtast ungu fólki eða fólki sem starfar innan æskulýðsgeirans. Allar nánari upplýsingarhttp://www.euf.is/
Við minnum á að það borgar sig að kynna sér vel reglur þeirra sjóða sem sækja á um í og vanda til verka við gerð umsóknar, það stóreykur líkurnar á að styrkur fáist. Gangi ykkur vel.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok