Leiknir varði Launaflsbikarinn

Leiknir Fáskrúðsfirði fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls, annað árið í röð en liðið lagði Einherja í úrslitaleik í síðustu viku 4-1.


Leiknir hafði tök á leiknum frá fyrstu mínútu og má heita merkilegt að það hafi tekið liðið 26. mínútur að skora. Þar var að verki Fannar Bjarki Pétursson með góðu skoti úr D-boganum.

Einherjamenn komust lítið fram yfir miðju en voru uppteknir upp við eigið mark og hreinsuðu tvisvar frá á línu. Stefán Alex kom Leikni hins vegar í 2-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks með glæsilegu marki. Hann tók á móti boltanum við hægra vítateigshorni, lét hann skoppa einu inni á lærinu áður en hann sveiflaði fætinum og sendi boltann efst upp í hægra hornið.

Baldur Smári Elvarsson skoraði þriðja mark Leiknis á 70. mínútu eftir góðan undirbúning og Ásgeir Páll Magnússon það fjórða á 81. mínútu beint úr aukaspyrnu við D-bogann.

Einherji komst aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Þess vegna var það verðskuldað að Viktor Alexander skoraði mark fimm mínútum fyrir leikslok með frábæru skoti utan teigs eftir góða sókn upp hægri kantinn.

Kifah Mourad var markahæsti leikmaður sumarsins með tíu mörk. Hann spilaði með Leikni fyrstu leikina en féll úr leik í lok in þar sem hann varð ólöglegur í deildinni eftir að hafa skipt yfir í Huginn Seyðisfirði og spilað í annarri deild Íslandsmótsins.

Myndir úr verðlaunaafhendingunni eru hér.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ