Skráning sjálfboðaliða á Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Skráning sjálfboðaliða er hafin fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður næstkomandi verslunarmannahelgi á Egilsstöðum. Unglingalandsmótið er verkefni okkar austfirðinga og er glæsileg upplyfting fyrir íþróttastarfið á fjórðungnum. 

Það er mikilvægt að við tökum höndum saman og hjálpumst að við að gera mótið sem glæsilegast og vera góðir mótshaldarar. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað í okkur býr. 

Að halda Unglingalandsmót er góð fjáröflun og ákveðið var á síðasta UÍA þingi að 90% af ágóðanum myndi renna til aðildarfélaga okkar. En til þess að fá hluta af ágóðanum þurfa félögin að taka þátt. Hver og einn sjálfboðaliði lætur vita fyrir hvaða aðildarfélag þeir eru að vinna og einnig er hægt að taka fram fyrir hvaða deild undir félaginu. T.d. sunddeild Neista, brettafélag Fjarðabyggðar, blakdeild Þróttar eða skíðafélagið í Stafdal. 

Eftir motið verða sjálfboðaliðatímarnir teknir saman og borgaðir út í takt við tímafjölda hvers félags. 

Hér fara fram skráningar á sjálfboðaliðum. 
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScys68yZresHZHE-1KIHJvFHzpIy7iDO1e0USW9vp-U6sM7Vg/viewform

Að vera sjálfboðaliði er mjög gefandi og skemmtinlegt. Félagsskapurinn er flottur og gaman er að sjá gleðina og brosin hjá unga fólkinu.

Tökum þátt - gerum þetta vel - hjálpumst að!

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok