Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað árið 2019.

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ sagði frá því við setningu mótsins hvar næstu landsmót UMFÍ fyrir fólk yfir miðjum aldri verði haldin. Á næsta ári verður mótið haldið á Sauðárkróki og verður haldið samhliða Landsmóti UMFÍ sem margir þekkja. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki verður haldið 13-15. júlí. Það verður með breyttu sniði og fleira í boði en áður hefur þekkst á landsmótum. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað sumarið 2019 en í Borganesi 2020.

Landsmót UMFÍ 50+ lauk í gær í Hveragerði og voru skráðir tæplega 600 þátttakendur. Mótið fór vel fram og dagskráin var hin glæsilegasta. 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok