Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað árið 2019.

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ sagði frá því við setningu mótsins hvar næstu landsmót UMFÍ fyrir fólk yfir miðjum aldri verði haldin. Á næsta ári verður mótið haldið á Sauðárkróki og verður haldið samhliða Landsmóti UMFÍ sem margir þekkja. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki verður haldið 13-15. júlí. Það verður með breyttu sniði og fleira í boði en áður hefur þekkst á landsmótum. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað sumarið 2019 en í Borganesi 2020.

Landsmót UMFÍ 50+ lauk í gær í Hveragerði og voru skráðir tæplega 600 þátttakendur. Mótið fór vel fram og dagskráin var hin glæsilegasta. 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ