Ester S. Sigurðardóttir næsti framkvæmdastjóri UÍA

Ester S. Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Hún tekur við starfinu af Hildi Bergsdóttur sem hefur gegnt því frá haustinu 2010.

Ester lauk námi í upplýsingastjórnun frá Portobello Collage á Írlandi. Hún starfaði í áratug hjá Íslenskum aðalverktökum, svo markaðsdeild Fréttablaðsins áður en hún flutti austur á Djúpavog árið. Þar þjálfaði hún hjá Umf. Neista og kenndi í grunnskólanum.

Síðustu ár hefur hún hefur aðstoðað fyrirtæki við markaðssetningu bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett á Vopnafirði síðan 2014. Ester kemur til starfa um miðjan mars.

„Starfið leggst vel í mig, sérstaklega að takast á við jafn stórt verkefni og bíður UÍA í sumar að halda Unglingalandsmót. Ég veit að kröfurnar eru miklar en er sannfærð um að við verðum öll Austurlandi til sóma,“ segir hún.

„Ester er með fjölbreytta reynslu og þekkir bæði svæðið okkar vel og starfið. Við hlökkum til að vinna með henni að þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok