UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) leitar að drífandi einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Hann annast allan daglegan rekstur sambandsins sem felur meðal annars í sér skipulag viðburða, umsjón með fjármálum, samskipti við aðildarfélög og stefnumótun í samráði við stjórn.

Hæfniskröfur:
Áhugi á hreyfingu og félagsstarfi
Færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði í starfi
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Að geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Almenn tölvukunnátta
Að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma

Menntun sem nýtist í starfi, reynsla af viðburðastjórnun og þekking á rekstri, bókhaldi og markaðsstarfi er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar. Umsóknir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson formaður í síma 848-1981.

Staðan er laus frá 1. mars en upphaf starfstíma og framtíðarstaðsetning skrifstofu UÍA er samkomulagsatriði milli nýs framkvæmdastjóra og stjórnar UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok