Krakkarnir í Neista eru klárir í ULM 2017

Formaður og framkvæmdastýra UÍA funduðu á dögunum með UMF Neista og fulltrúum fræðslu- og tómstundanefndar á Djúpavogi. Markmið fundarins var að kynna starf UÍA og kynnast því fjölbreytta starfi sem Neisti býður uppá. En félagið býður upp á æfingar í sundi, knattspyrnu og frjálsum íþróttum auk þess að standa fyrir ótal samfélags viðburðum s.s. bingói, félagsvist og spurningakeppni.

 

Að loknum fundi áttum við skemmtilega samverustund með börnum, unglingum og foreldrum þeirra, kynntum ULM 2017 og brugðum á leik með ringó og ýmsu sprelli. Börn og foreldrar tóku uppátækinu fagnandi, fjölmenntu á staðinn, voru áhugasöm um mótið og sýndu feikna takta í ringói.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok