Góður árangur á Haustmóti GLÍ á Reyðarfirði

Haustmót Glímusambands Íslands fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 12. nóvember 2016. Mótsstjórn var í höndum heimamannsins og glímukappans Þórodds Helgasonar og gekk mótið vel í alla staði. Austfirskt glímufólk stóð sig vel að vanda.

 

Okkar maður Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði hvoru tveggja í flokki 90+ og opnum flokki. Eva Dögg Jóhannesdóttir sem er að koma til baka eftir veikindi sigraði í flokki kvenna -65.

Kristín Embla Guðjónsdóttir hafnaði í öðru sæti í flokki kvenna +65 og Bylgja Rún Ólafsdóttir varð í því þriðja. Bylgja Rún varð einnig þriðja í opnum flokki.

Glímuveturinn fer svo sannarlega vel af stað og gaman verður að fylgjast með okkar fólki í vetur.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok