Langar þig í ævintýri?

UÍA leitar að ungu fólki á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt í spennandi ungmennaskiptaverkefni sem UÍA stendur fyrir ásamt írskum ungmennasamtökum. 

Verkefnið ber yfirskriftina F:ire&ice Fitness, Fun, Further yourself and your Future: IRELAND and ICELAND og er styrkt af Evrópu unga fólksins.

Verkefnið er tvíþætt og gengur annarsvegar út á heimsókn írsks ungmennahóps dagana 20.-27. ágúst. Írarnir munu taka þátt, ásamt austfirskum ungmennum í vikulöngu verkefni þar sem lögð verður áhersla á útivist, hreyfingu og sjálfseflingu, hluti af dagskrá verkefnisins fer fram upp til fjalla, en þátttakendur munu m.a. ganga frá Óbyggðasetri upp í Laugarfell. Í verkefninu munu þátttakendur kynnast ýmiskonar íþróttum, útivist og hreyfingu, fá innsýn í írska menningu og siði og vinna markvisst með að bæta færni sína á ýmsan hátt s.s. í ljósmyndun, videógerð, leiklist og sjálfsstyrkingu. Í lok vikunnar mun hópurinn setja upp sýningu í Sláturhúsinu þar sem afrakstur vinnu vikunnar verður kynntur með ýmsum hætti.

Hinn hluti verkefnisins felur í sér ferð austfirskra ungmenna til Írlands í að vori 2017, þar sem unnið verður með svipaða áhersluþætti. 

UÍA leitar nú að átta austfirskum ungmennum 18-25 ára, til að taka þátt í verkefninu. Horft verður til fjölbreytileika við val á hópnum en kostur er að þáttakendur hafi áhuga á útivist, hreyfingu og sjálfsuppbyggingu, hafi tekið þátt í starfi UÍA, aðildarfélaga þess eða öðru félagsstarfi og séu tilbúnir að reyna eitthvað nýtt og skemmtilegt.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru beðnir að skrifa stutta umsókn sem inniheldur helstu persónuupplýsingar sem og yfirlit yfir ofangreinda þætti og sendi til skrifstofu UÍA á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .fyrir 13. maí.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok