Hjólakraftur Austurland- Allir út að hjóla með UMF Þristi

UMF Þristur stendur nú fyrir spennandi hjólreiðaverkefni í samstarfi við Hjólakraft. Um er að ræða hjólreiðaæfingar ásamt ýmsiskonar útivist og jaðaríþróttum. Æfingarnar eru ætlaðar unglingum 11-18 ára en aldursbilinu verður skipt frekar upp á æfingum.
Allir unglingar velkomnir og ekki hvað síst þeir sem langar að hreyfa sig en hafa ekki enn fundið sína fjöl í þeim efnum. Mikið er lagt uppúr jákvæðni, hvatningu og gleði á æfingum og þar er hver á sínum forsendum. 
Boðið verður upp á hjólæfingar á mánudögum og miðvikudögum kl 17:00 og að auki mun Þorvaldur Daníelsson hjólari með meiru, sem sér um Hjólakraftsverkefni víða um land, heimsækja Austurland hálfsmánaðarlega og vera með hjólaæfingar og gleði á föstudögum og laugardögum. Fyrsta æfing verður nú á föstudaginn 1. apríl (ekki aprílgabb). Rétt er að taka fram að æfingarnar eru opnar unglingum af öllu Austurlandi og í boði verður að sækja eingöngu æfingarnar sem Þorvaldur sér um.
Hjólakraftskrökkum um allt land bíðst að taka þátt í WOW cyclothoninu sem fer fram um miðjan júní. Einnig verður boðið upp á sérstakan unglingaflokk í Tour de Orminum 13. ágúst, svo þeir sem vilja keppa fá eitthvað við sitt hæfi. 
En hópurinn er ekki síður ætlaður þeim sem langar bara að hreyfa sig og hafa gaman í góðum félagsskap og langar ekki vitundarögn í keppnisíþróttir. 
Æfingar hefjast nú á föstudaginn en þá kemur Þorvaldur Hjólakraftakarl í fyrstu ferð austur. Dagskrá helgarinnar er á þessa leið:
1. apríl kl. 15:30 Hjólakraftur á Austurlandi (krakkar og unglingar). 
1. apríl kl. 19:30 -Hjólaormar á Héraði (fullorðnir). 
2. apríl kl. 10:00 Hjólakraftur á Austurlandi (krakkar og unglingar)
2. apríl kl. 12:30 - Hjólaormar á Héraði (fullorðnir).
Farið verður frá sundlauginni á Egilsstöðum.
Heimahjólaþjálfarar verða Adda Steina Haraldsdóttir, Gauti Brynjólfsson, Hildur Bergsdóttir og Þórdís Kristvinsdóttir.
Þátttökugjald er 2500 kr á mánuði. Þórdís tekur við skráningum í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fyrir þá sem vilja vita enn meira er rétt að benda á facebooksíðuna Hjólakraftur Austurland
Fyrir foreldra sem langar að vera með í fjörinu þá er rétt að benda á facebookhópinn Hjólaormar á Héraði. En þar er vettvangur fullorðinna hjólara á öllum getustigum og Þorvaldur verður með æfingar fyrir þann hóp líka í ferðunum sínum austur.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok